Innkastið - Þriggja hesta kapphlaupið og val á þeim besta í hverju liði

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Sextánda umferð Pepsi-deildarinnar er að baki. Elvar Geir Magnússon, Magnús Már Einarsson og Gunnar Birgisson skoða meðal annars hver hefur verið bestur í hverju liði deildarinnar og hver mestu vonbrigðin það sem af er móti. Meðal efnis: Kristinn Ingi minnir á sig, Viktor heldur Elfari á bekknum, Víkingar með sjálfseyðingarhvöt, erfið fæðing Stjörnunnar, staða Óla Kristjáns hjá FH, Kristján Guðmunds snýr gagnrýnendum við, Keflvíkingar baula á eigin leikmann, leiðindi á KR-velli og Gunni giskar á undanúrslitaleiki Mjólkurbikarsins.