Innkastið - Rýnt í risaleikinn í Eskisehir
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Eftir að hafa skoðað leikvanginn í Eskisehir og fylgst með æfingu íslenska landsliðsins fengu Elvar Geir Magnússon, Magnús Már Einarsson og Tómas Þór Þórðarson sér sæti fyrir utan hótelið og tóku upp nýtt Innkast. Rýnt er í komandi leik, líklegt byrjunarlið, helstu stjörnur Tyrkja og ýmislegt fleira. Tyrklandsforseti, bænaköll og skordýr koma meðal annars við sögu!