Innkastið - Spennustigið magnast og þjálfarasögum fjölgar

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Elvar Geir, Magnús Már og Gunni Birgis eru á sínum stað í Innkastinu en þar var 19. umferð Pepsi-deildarinnar skoðuð. Aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildinni og Valsmenn með eins stigs forystu eftir umferðina. Meðal efnis: Engar lausnir finnast í Grafarvoginum, hungur Stjörnunnar eykst, áföll dynja á KA, hugur Guðmanns leitar til Reykjavíkur, flautumark Birkis gæti reynst dýrmætt, þunnskipaður dómarahópur, FH-ingar sýndu loks alvöru vilja, handbragð Rúnars Kristins, Blikar bíða eftir bikarúrslitum, Óli Stefán virðist fara annað, Shahab á Pizza 67, Castillion skorar bara fyrir Víking, spjallfélagarnir Kristján Guðmunds og Daníel Geir, auðvelt að dæma á Keflavík, kjaftæði um erfiðan útivöll og Gunni giskar á bikarúrslitaleikinn.