Innkastið - Stefnuleysi og stór lið komin í mikil vandræði

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Innkastið eftir sjöundu umferð Bestu deildarinnar er aðeins seinna á ferðinni en venja er. Þar er þó boðið upp á beinskeytta yfirferð yfir allt það sem skiptir máli. Elvar Geir stýrir þættinum en sérstakir gestir eru Magnús Haukur Harðarson FH-ingur og fjölmiðlamaðurinn Þór Bæring sem fjallar um deildina fyrir Morgunblaðið. Blikar eru í bílstjórasætinu eftir markasúpu gegn Fram, FH-ingar halda sig í neðri hlutanum, Valsmenn hafa tapað tveimur leikjum í röð, KR er með erfiðan heimavöll, Víkingar eru óstöðugir, Stjörnumenn eru í stuði og í Vestmannaeyjum er pirringur milli manna.