Innkastið - Toppliðin sameinuð og Finni fær afsökunarbeiðni

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Það vantaði ekki umræðupunktana eftir 17. umferð Pepsi-deildarinnar. Elvar Geir, Magnús Már og Gunnar Birgis fóru yfir málin. Magnús og Gunnar leystu heimaverkefni sín. Þeir settu saman úrvalslið úr leikmannahópum þriggja efstu liða deildarinnar. Meðal umræðuefna: Toppframmistaða Vals í toppslagnum, undarleg skipting Breiðabliks, Tamburini fær afsökunarbeiðni, mörg óþekkt nöfn á bekk Stjörnunnar, neikvætt leikplan KA, markaleysi í KR-leikjum, Óli Skúla öflugur, stuðningsmenn FH gefast upp á Kristni Steindórs, hvert fer Binni bolti ef Fjölnir fellur?, svekkelsi hjá Víkingum, Eyjamenn nánast öruggir og Eysteinn hendir mönnum á bekkinn.