Ítalski boltinn - Crotone
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Í þessari viku heimsækjum við fallbaráttuliðið Crotone sem kemur úr dýpsta mafíulandi Suður-Ítalíu. Þar finnum við forseta sem þurfti að segja af sér vegna of náinna tengsla við 'Ndrangheta mafíuna, heimavöll sem er byggður á fornminjasvæði og stuðningsmannasveit sem er nefnd í höfuðið á stærðfræðingnum og heimspekingnum Pýþagorasi. Ítalski boltinn er Podcast í umsjón Björns Más Ólafssonar. Í hverjum þætti er fjallað ítarlega um eitt ítalskt knattspyrnulið á Ítalíu. Farið er yfir sögu félagsins, menningu og áhugaverðar staðreyndir.