Ítalski boltinn - Juventus
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Í vikunni komst Juventus í úrslitaleik meistaradeildarinnar og er því við hæfi að podcast vikunnar fjalli um la vecchia signora - Gömlu dömuna. Liðið er sigursælasta félagslið Ítalíu frá upphafi og hefur unnið ítölsku deildina síðastliðin fimm ár. Í þættinum verður fjallað um skrautlegu eigendafjölskyldu liðsins, Danina tvo sem léku með Juventus og hétu sama nafni, stórkostlega markmannssögu félagsins og auðvitað einn besta leikmann félagsins frá upphafi sem var einmitt frá Wales, þar sem úrslitaleikur meistaradeildarinnar fer fram í júní.