Ítalski boltinn - Titilbaráttur Evrópu í útrýmingarhættu og byrjunarlið Ítalíu á EM
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net
Categories:
Titilbaráttur eru í útrýmingarhættu í Evrópu, nema á Ítalíu þar sem dramatíkin heldur áfram. Í þættinum verður fjallað um vandræði Napoli, varnarleik Juventus, markahrókinn Goran Pandev og svo verður staðan tekin á ítalska landsliðinu fyrir EM sem fer fram í sumar. Hvernig lítur líklegt byrjunarlið út? Ítalski boltinn er hlaðvarpsþáttur sem fjallar einungis um ítalska boltann. Björn Már Ólafsson mun í vetur gera reglulega þætti þar sem hann fer yfir það sem er að gerast í ítalska boltanum. Verður fjallað um Íslendingana í deildinni og skemmtilegar sögur rifjaðar upp um goðsagnir.