Landsliðsumræða - Margt áhugavert í vali Hamren
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Úr útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Það var margt áhugavert í vali Erik Hamren á landsliðshóp fyrir komandi leiki, vináttulandsleiknum gegn heimsmeisturum Frakklands og Þjóðadeildarleiknum gegn Sviss (11. og 15. okt). Elvar Geir og Tómas Þór ræddu um valið, fréttamannafundinn og verkefnið framundan. Kristján Guðmundsson kom með sitt álit. Átti að velja Arnór Sigurðsson? Færði leikbann Jóni Degi sæti í landsliðinu? Er þriggja miðvarða kerfi málið? Er rétt að velja Kolbein? Hvaða væntingar getum við gert?