Miðjan - Frakklandsævintýrið með Rikka og Rúnari
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Gestir Miðjunnar í þessari viku eru fyrrum landsliðsmennirnir Ríkharður Daðason og Rúnar Kristinsson. Í þættinum var farið aftur til 5. september 1998 og rifjaður upp leikur Íslands og Frakklands á Laugardalsvellinum. Seinna í þættinum var rifjaður upp leikur Frakklands og Íslands í París 1999 í sömu keppni. Einnig var rætt um leikinn þegar þessar sömu þjóðir mættust á EM í Frakklandi 2016 og í lok þáttar var aðeins farið yfir landsliðið í dag en á morgun velur Erik Hamrén landsliðsþjálfari landsliðshóp fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2020. Ísland mætir heimsmeisturum Frakklands 25. mars en nokkrum dögum áður er leikur gegn Andorra.