Miðjan - Guðni vs Geir

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Tíu dagar eru í ársþing KSÍ þar sem kosið verður um formann til næstu tveggja ára. Geir Þorsteinsson, heiðursformaður, ákvað á dögunum að bjóða sig fram gegn Guðna Bergssyni sem er núverandi formaður. Guðni og Geir eru í formannsslag þessa dagana en þeir mættu í dag í spjall hjá Elvari Geir Magnússyni og Magnúsi Má Einarssyni ritstjórum Fótbolta.net. Rætt var um helstu málefni fyrir ársþingið og á köflum var heitt í kolunum!