Miðjan - Landsliðsumræða með Einari Erni og Kristjáni Guðmunds
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Íslenska landsliðið hefur leikið fyrstu tvo leiki sína í Undankeppni fyrir EM2020. Í Andorra á föstudaginn vann íslenska landsliðið 2-0 sigur á heimamönnum og í gærkvöldi voru það heimsmeistararar Frakka sem unnu Íslendinga 4-0 á Stade de France í París. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður á RÚV og Kristján Guðmundsson knattspyrnuþjálfari voru gestir Miðjunnar að þessu sinni. Þeir fóru yfir þessa tvo leiki og spáðu í spilin fyrir næstu leiki landsliðsins sem fara fram í júní gegn Albaníu og Tyrklandi á Laugardalsvelli.