Miðjan - Óskar Hrafn og Arnar Halls gera upp geggjaða deild

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Í Miðjunni þessa vikuna ætlum við að gera upp stórskemmtilegt sumar í 2. deild karla. Deildin var æsispennandi og margir eygðu möguleika á að komast upp. Elvar Geir Magnússon fékk til sín þjálfarana tvo sem komust upp í Inkasso-deildina, Arnar Hallsson hjá Aftureldingu og Óskar Hrafn Þorvaldsson hjá Gróttu, og þeir gerðu upp tímabilið á afar hreinskilinn hátt. Báðir staðfestu að þeir verði áfram við stjórnvölinn hjá sínum félögum. Rætt var um deildina í sumar og vonir og væntingar hjá Aftureldingu og Gróttu. Þá voru fréttamál úr deildinni til umræðu, þar á meðal eitt umtalaðasta málið á kaffistofum landsins: Mál Hugins og Völsungs.