Milos: Lofa því að við verðum í topp þremur í haust

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

„Ég átti von á því að við myndum vera í miðjunni því fyrstu fimm sætin eru frátekin. Þetta kemur mér ekki á óvart," sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings R., eftir að honum var tilkynnt að liðinu er spáð 6. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. „Markmiðið er að gera mjög vel og enda í topp þremur. Það var slys að vera í botnbaráttu í fyrra og afleiðing af því að við vorum að keppa í Evrópukeppni og vorum ekki með nógu stóran hóp í það." „Ég lofa því að við verðum í topp þremur í haust, 100%. Annars verð ég ekki sáttur. Þetta er það sem við erum að vinna í."