Návígi - Rúnar Kristins
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Návígi er hljóðvarpsþáttur á Fótbolta.net sem Gunnlaugur Jónsson stýrir. Í þáttunum ræðir hann við þekkta aðila úr íslenska fótboltanum og umræðan er tekin á annað plan. Viðmælandi Gulla að þessu sinni er Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Rúnar tók við KR síðastliðið haust eftir að hafa undanfarin ár þjálfað Lokeren í Belgíu og Lilleström í Noregi. Á ferli sínum sem leikmaður spilaði Rúnar með öllum þessum félögum. Í viðtalinu er farið ítarlega yfir feril Rúnars, bæði sem leikmaður og þjálfari. Rúnar er leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands og einn af fáum íslenskum þjálfurum sem hafa þjálfað erlendis.