Óli Jó: Eigum ekki séns í FH, KR og Stjörnuna

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

„Spáin kemur ekki á óvart. Ég held að þetta sé mjög eðlilegt," segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, um spá Fótbolta.net en þar er liðinu spáð 5. sæti í sumar. „Við þurfum að setja okkur markmið miðað við hvað er að ske í þessari deild. Það eru önnur lið sem eru öflugri heldur en við og leggja meira til málana. Það er erfitt fyrir okkur að keppa við það. Þau eru að eyða meiri pening en við. Þau hafa úr meiru að spila en við. Ef þú lítur á leikmannahópana þá eru þeir stærri en okkar hópar og þar af leiðandi eru þau að leggja meira í þetta." Ólafur segist ekki sjá fram á að Valur geti barist um efstu sætin í deildinni í sumar.