Óli Kristjáns: Mér líður betur í þessum klúbb
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Randers hefur byrjað vel í dönsku úrvalsdeildinni undir stjórn Ólafs Kristjánssonar. Eftir sjö umferðir er Randers með 14 stig, stigi á eftir toppliði Bröndby. Ólafur var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. „Við höfum verið mjög solid í varnarleik og ekki gefið mikið af færum og mörkum á okkur. Það hefur verið erfitt að spila á móti okkur. VIð höfum fengið næstfæst mörk á okkur á eftir FC Kaupmannahöfn. Við höfum verið að vinna þessa 1-0 sigra," sagði Ólafur í viðtali við Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson á X-inu á laugardaginn. Ólafur tók við Randers í sumar og hefur náð að koma liðinu á flug eftir vesen hjá félaginu í vor.