Óli Stefán: Horfði til Conte hjá Juventus þegar ég pældi í 3-5-2
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
„Það er ljóst að okkar fyrsta markmið er að forðast fallsætin tvö," segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari nýliða Grindavíkur. Grindvíkingum er spáð 11. sæti og þar með falli í spá Fótbolta.net. Óli segir að hópurinn sé í góðum málum varðandi líkamlegt form og taktík nú þegar styttist í mót en hann vill ná að bæta við hópinn áður en flautað verður til leiks.