Pepsi-hringborðið - Rýnt í öll liðin og spáð í spilin fyrir mót
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Í veglegu Pepsi-hringborði var rýnt í öll lið deildarinnar fyrir komandi tímabil en sparkað verður til leiks á föstudagskvöld. Skoðuð var spá Fótbolta.net fyrir deildina og rætt um möguleika liðanna í mótinu. Elvar Geir Magnússon, Tómas Þór Þórðarson og Magnús Már Einarsson fóru yfir málin en með þeim var Davíð Snorri Jónasson sem var aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í fyrra og þjálfaði Leikni í deildinni fyrir nokkrum árum.