Skagamenn gríðarlega stoltir af Hákoni - Hvað verður um peninginn?
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net
Categories:
Formaður ÍA, Eggert Hjelm Herbertsson, ræddi við Fótbolta.net í dag. Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var í gær seldur frá FC Kaupmannahöfn til Lille í Frakklandi. Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum að ÍA fái um 20% af söluverðinu og að söluverðið hafi verið 17 milljónir evra þegar allar árangurstengdar greiðslur eru reiknaðar með. Ef það er rétt kaupverð er Hákon bæði næstdýrasti leikmaður sem FCK hefur selt og næstdýrasti íslenski leikmaðurinn í sögunni. Ef það er rétt á ÍA von á tæplega hálfum milljarði eftir söluna á Hákoni. Hvað ætlar ÍA að gera við peninginn? Eggert ræddi um söluna, hvað ÍA vill gera við þær upphæðir sem félagið fær, skrefið hjá Hákoni og ýmislegt annað í þessu tæplega stundarfjórðungs spjalli.