Ungstirnin - Don't Call It A Comeback

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Hlaðvarpsþátturinn vinsæli Ungstirnin er snúinn aftur eftir árs langt hlé. Þátturinn sem kynnir fyrir þjóðinni næstu stórstjörnur fótboltans. Nýr leikmaður er genginn til liðs við hlaðvarpið en það er Bjarni Þór Hafstein leikmaður Fjölnis í Lengjudeildinni en Arnar Laufdal og Bjarni ólust saman upp í Breiðabliki. Í þessum þætti kynna þeir Elye Wahi (2003) sem um helgina var keyptur til Lens í Frakklandi á 35 milljónir evra, Matheus Franca (2004) sem er nýjasti leikmaður Crystal Palace frá Brasilíu og Arthur Vermeeren (2005) sem er djúpur miðjumaður í lykilhlutverki hjá belgísku meisturunum Royal Antwerp. Hringt er til Gautaborgar þar sem Kolbeinn Þórðarson er nýgenginn til liðs við sænska stórveldið og farið yfir fyrstu dagana þar og margt annað.