Útvarpsþátturinn: Arnar Grétars gestur - Landsliðið og fleira
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Hér má nálgast upptöku af útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 10. nóvember. Arnar Grétarsson var gestur í þættinum og var aðalumræðuefnið íslenska landsliðið, hópurinn sem opinberaður var á föstudaginn og komandi leikir gegn Belgíu og Katar. Félagaskipti í íslenska boltanum koma einnig við sögu í upptökunni og þá var Arnar spurður að því af hverju hann væri ekki að þjálfa í dag. Þá var rætt um stöðu yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ en Arnar hefur ekki áhuga á þeirri stöðu.