Útvarpsþátturinn Fótbolti.net 28. apríl - Pepsi og Inkasso
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Komin er inn upptaka af nýjasta útvarpsþætti Fótbolta.net í heild sinni. Elvar Geir Magnússon, Tómas Þór Þórðarson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson ræddu um íslenska boltann. Pepsi-deildin fór af stað með hvelli. Dramatískur sigur Vals á KR, endurkoma Keflavíkur gegn Stjörnunni og hitað upp fyrir aðra leiki. Einnig var spáð í spilin fyrir Inkasso-deildina sem fer af stað eftir viku.