Útvarpsþátturinn - Leikstílar í Pepsi Max og óverðskuldaður sigur Man Utd

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 laugardaginn 26. september. Elvar Geir og Tómas Þór gera upp síðustu umferð í Pepsi Max, ræða helstu fréttapunktana og opinbera úrvalslið og besta leikmann umferðarinnar. Þá er farið yfir niðurstöðuna í vali á besta leikmanni annars þriðjungs. Breki Logason, fyrrum fréttastjóri, er harður stuðningsmaður Vals og er á línunni en Valsmenn eru búnir að stinga af í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Arnar Hallsson, þjálfari og leikgreinandi, kemur í heimsókn og ræður um leikstíla Breiðabliks og Víkings sem hafa verið í umræðunni. Þá er í lok þáttar fjallað um enska boltann og niðurstöðuna í leik Brighton og Manchester United. Friðrik Már Ævarsson á raududjoflarnir.is kom með skýrslu.