Útvarpsþátturinn - Ótímabæra spáin þegar það eru tveir mánuðir í Bestu

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Besta deild karla fer af stað laugardaginn 5. apríl og ótímabæra spáin fyrir deildina er aðalatriðið í þættinum. Tómas Þór Þórðarson, Valur Gunnarsson og Elvar Geir Magnússon skoða stöðu mála hjá öllum tólf liðum deildarinnar, rýna í undirbúningstímabilið, félagaskiptamarkaðinn og helstu fréttir. Þá er skoðað hvaða leikmenn þurfa að stíga upp og hverjum verður sérstaklega spennandi að fylgjast með.