Vængjum þöndum - Bjössi Hreiðars í Evrópuspjalli

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Á fimmtudagskvöld leikur Valur seinni leik sinn gegn Sheriff frá Moldavíu í forkeppni Evrópudeildarinnar. Sheriff vann nauman 1-0 sigur í fyrri leiknum og má búast við hörkuspennu á Hlíðarenda. Fótbolti.net varpar hér fram upphitun fyrir komandi leik. Benedikt Bóas Hinriksson, blaðaðamaður og stuðningsmaður Vals, spjallar við Sigurbjörn Hreiðarsson, Valsgoðsögn og aðstoðarþjálfara liðsins. Bjössi segir magnaða ferðasögu og einnig er rætt um Pepsi-deildina.