Foo Fighters - Echoes, Silence, Patience & Grace

Füzz - A podcast by RÚV - Vineri

Categories:

Plata Þáttarins er plata Foo Fighters; Echoes, Silence, Patience & Grace. Vinur þáttarins er enn í sumarfríi en óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Echoes, Silence, Patience & Grace er sjötta breiðskífa Foo Fighters - sem kvaddi og heiðraði trommarann Taylor Hawkins með tvennum tónleikum á dögunum. Fyrst voru tónleikar á Wembley stadium í London 3. september - þar sem ótrúlega margir frábærir listamenn komu fram, t.d. Paul McCartney og sonur Taylors, hinn 16 ára Oliver Shane sem er trommari eins og pabbinn. Og svo voru seinni tónleikarnir í Los Angeles núna á þriðjudaginn og þar komu t.d. fram Pink, Kris úr Nirvana, Them Crooked Vultures, Queen, Alanis Morrisette, Def Leppard, James Gang, Rush, Soundgarden, Mötley Crüe ofl. En platan Echoes, Silence, Patience & Grace, kom út 25. september góðærisárið mikla ? 2007. Músíklega er platan fjölbreytt. Þetta er rokk, en dýnamíkin er mikil. Sumt er lágstemmt á meðan allt er keyrt í botn stundum. Textalega fer Dave Grohl talsvert á dýptina á þessari plötu og hann var búinn að gera demó fyrir flest lögin þegar sveitin byrjaði að taka upp með upptökustjóranum Gil Norton. Grohl var þarna nýorðinn faðir í fyrsta sinn. Dóttirin Violet Maye fæddist 2006. Platan fékk yfirleitt góða dóma, en einhverjir höfðu þó orð á því að platan væri sundurlaus og ekki nógu heilsteypt. Platan fór á toppinn á vinsældalistunum í Bretlandi. Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Austurríki. Hún hlaut 5 Grammy tilnefningar og var valin besta rokkplatan. Hún var líka valin plata ársins á bresku tónlistarverðlaununum 2008. Taylor Hawkins gekk til liðs við Foo Fighters árið 1997 skömmu eftir að platan The Colour & The Shape, önnnur plata F.F. kom út. Fyrsta platan sem hann spilaði á með sveitinni er There Is Nothing Left To Lose sem kom 1999. Hawkins lést á hótelherbergi í Bogotá í Kólumbíu 25. mars sl. Hann var 50 ára. Dánarorsök liggur ekki fyrir en hann hafði kvartað undan verkjum í brjósti og var að bíða eftir sjúkrabíl þegar hann lést. Það voru ýmis efni sem fundust í blóðinu, til dæmis ópíóðar og THC. Prins Póló - Átján og hundrað Led Zeppelin - Immigrant song (live) (Guðmundur skipstjóri) Motörhead - Ace of spades (Guðmundur skipstjóri) Kiss - C?mon and love me Volbeat - Becoming Van Halen - Ain?t talking about love Red Hot Chili Peppers - Eddie Foo Fighters - The pretender (plata þáttarins) Opeth - Soldier of fortune SÍMATÍMI Son of Fortune - Millum himmal og Helvíti Judas Priest - Breaking the law (Guðmundur skipstjóri) Amboy Dukes - Journey to the center of the mind (óskalag) Rush - S