Mott the Hoople - All the Young Dudes

Füzz - A podcast by RÚV - Vineri

Categories:

Plata Þáttarins er All the Young Dudes með Mott the Hoople, en Ian Hunter forsprakki sveitarinnar á afmæli í dag. Vinur þáttarins er kominn í sumarfrí en óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. All the Young Dudes er fimmta hljóðversplata ensku rokksveitarinnar Mott the Hoople, kom út 8. september 1972 og er þess vegna ein af fjölmörgum frábærum plötum sem eru 50 ára í ár. All the Young Dudes er fyrsta plata Mott the Hoople sem CBS útgáfan gaf út, en Island Records hafði gefið hinar plöturnar þeirra út í Bretlandi og Atlantic í Ameríku og Kanada. Bandið hafði verið að ströggla árin áður en þessi plata kom út og var næstum hætt þegar ungur og efnilegur David Bowie mætti með lagið All the Young Dudes og lét þá hafa. Hann stjórnaði líka upptökum á plötunni, og þarna snérsit gæfan hljómsveitinni í vil á svipstundu. Mott the Hoople varð allt í einu í fararbroddi þess sem síðar var kallað glam-rokk, glit-rokk. Titillagið - All the Young Dudes eftir Bowie kom út áður en platan kom út komst hátt á viunsældalista víða um heim og er enn spilað í útvarpi daglega um allan heim auk þess sem það hefur verið notað í fjölda kvikmynda. Það var líka reglulega á tónleikaprógrammi Bowie?s í gegnum tíðina. PLatan hefst á laginu Sweet Jane eftir Lou Reed sem kom út fyrst með Velvet Underground 1970 á plötunni Loaded. Ian Hunter, söngvari og gítarlerikari Mott the Hoople er 83 ára gamall í dag og er enn svalur sem hvalur.