Hinir íslensku náttúrufræðingar - Snorri Sigurðsson, líffræðingur

Hinir íslensku náttúrufræðingar - A podcast by Hið íslenska náttúrufræðifélag

Snorri Sigurðsson hefur um árabil starfað hjá Reykjavíkurborg að málefnum er snúa að náttúruvernd og líffræðilegri fjölbreytni í borgarlandinu. Hann sinnir jöfnum höndum margvíslegri fræðslu til íbúa borgarinnar og er þátttakandi í mótun stefnu og skipulags í Reykjavík. Um þessar mundir sinnir Snorri einnig verkefni í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu sem snýr að nátturuminjaskrá og undirbúningi friðunar.