Kvikan – Það er ekki hægt að meta störf fólks bara með stimpilklukkunni
Hlaðvarp Heimildarinnar - A podcast by Heimildin
Ísland er í alvarlegri efnahagskreppu. Fyrirliggjandi er mörg hundruð milljarða króna tap á rekstri ríkissjóðs í ár, tugir þúsunda eru án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu um hvort þau lifi eða deyi. Kjarninn hitti alla þrjá leiðtoga stjórnarflokkanna til að ræða þeirra sýn út úr þeim aðstæðum sem nú blasa við. Í dag er rætt við Sigurð Inga Jóhannsson.
