Pottersen – 34. þáttur: Hasar í háloftum

Hlaðvarp Heimildarinnar - A podcast by Heimildin

Podcast artwork

Sjöunda bókin, Harry Potter og dauðadjásnin, liggur fyrir. Emil og Bryndís ræða fyrstu fjóra kaflana og strax er af nógu að taka. Við fylgjumst með Voldemort níðast á þjónum sínum, Harry kveður Runnaflöt og Dursley-fjölskylduna, Fönixreglan og vinir Harrys halda hlífiskildi yfir honum, en það reynist ekki nóg. Bókin er varla byrjuð og hasarinn er á háu stigi, í háloftunum. Það er ljóst að þetta verður svakaleg bók. En verður allt í lagi með Hagrid … ? Pottersen-systkinin geta varla beðið eftir því að halda áfram (eftir 7. bók fara þau yfir í aðrar bækur sem tengjast söguheiminum).