Raddir margbreytileikans – 7. þáttur: Við erum öll á ferð um heiminn
Hlaðvarp Heimildarinnar - A podcast by Heimildin
Í þessum þætti er rætt við mannfræðinginn Katrínu Önnu Lund um að ganga, gönguleiðir og göngutúra, útfrá mannfræðilegu og fyrirbærafræðilegu sjónarhorni. Pælt er í hreyfanleika og frásögnum í samhengi við landslag, um „fótaför“ manna um landið og leiðina. Skil náttúru og menningar verða óljós í þessum pælingum, þar sem efnisleg náttúra skarast við félagslega hegðun manna og menningarlegar hugmyndir. Í takt við umræðuefnið er farið út um víðan völl í þessu spjalli. Katrín Anna Lund er fædd 1964 í Reykjavík. Hún lauk BA prófi 1991 í mannfræði við HÍ, MA í mannfræði 1992 frá Háskólanum í Manchester og doktorsprófi í mannfræði 1998 frá sama skóla. Katrín Anna hefur stundað rannsóknir tengdum ferðamennsku og ferðamenningu með fyrirbærafræðilegar nálganir að leiðarljósi. Hún hefur, í samstarfi við Gunnar Þór Jóhannesson (viðtal við hann í 5. þætti þessa hlaðvarps), rannsakað ferðamál á Íslandi, mótun leiða og áfangastaða fyrir ferðamenn.
