#1 Rafn Valur Alfreðsson

Hylurinn Hlaðvarp - A podcast by Hylurinn Hlaðvarp

Sælir veiðimenn og veiðikonur, velkomin í fyrsta þátt af Hylnum hlaðvarpi. Í vetur ætlum við félagarnir að vera duglegir að taka upp margs konar efni sem tengist fluguveiði og leggjast á dýpið. Viðtöl ekki ósvipuð þeim sem ég hef áður tekið á öðrum vettvangi sem og að víkka út efnistök. Auk þess að birtast á öllum helstu hlaðvarps veitum munu þættirnir detta inná YouTube í topp gæðum. Mig langar að þakka þeim fjölmörgu vinum og félögum sem hafa hvatt okkur í að fara í þessa vegferð eða lagt lóð á vogarskálarnar, þið vitið hver þið eruð. Langar að kynna Birkir Mar Harðarsson og Véstein Þrym Ólafsson en þeir eru mennirnir á bakvið tjöldin sem að halda þessu öllu gangandi. Ekki var aðdragandinn að Hylnum langur og höfum við lítið gert að líta í kringum okkur með styrktaraðila. Ef að þitt fyrirtæki hefur áhuga að leggja okkur lið vertu þá endilega í sambandi. Snillingarnir í Veiðifélaginu stukku þó strax til og er ég mjög spenntur fyrir mínu áframhaldandi samstarfi við þá félaga á nýjum vettvangi. En áfram með smjörið ! Viðmælandi minn í fyrsta þætti er einn sá allra hressasti í veiði bransanum, Rafn Valur Alfreðsson, kenndur við Miðfjarðará í seinni tíð. Mig er lengi búið að langa að spjalla við Rabba enda hefur hann frá mörgu skemmtilegu að segja. Óhjákvæmilega fórum við aðeins yfir þetta erfiða Covid sumar, góða æsku á Egilstöðum og uppgang í atvinnurekstri. Miðfjarðará fékk svo sinn verðuga sess auk þess sem að við ferðuðust til Argentínu sem og miklu víðar um veröld. Takk kærlega fyrir að kíkja til mín Rabbi og er ég þess fullviss um að allir ættu að geta notið. Kærar þakkir: Veiðifélagið Hljóðbrot eftir: Sindra Snær Harðarson