#28 Guðni og Leifur Kolbeinssynir

Hylurinn Hlaðvarp - A podcast by Hylurinn Hlaðvarp

10. desember, næstkomandi er liðin öld frá fæðingu Kolbeins Grímssonar. Kolbeinn er einn af guðfeðrum fluguveiðinnar á Íslandi. Í tilefni af þessum tímamótum ræddum við við þá bræður Leif og Guðna um föður sinn sem og eigin veiðiáhuga, sem er gríðarlegur. Kolbeinn ber ábyrgð á mörgum veiðimanninum hvort sem er með kennslu á fluguköstum, hnýtingum eða sölu á veiðibúnaði í versluninni Ármót. Flugurnar Rektor, Hólmfríði og Peacock þekkir allt Íslenskt veiðifólk og verða um ókomna tíð hans minnisvarði í sameiginlegri meðvitund okkar.