#34 Snævarr Örn Georgsson

Hylurinn Hlaðvarp - A podcast by Hylurinn Hlaðvarp

Það kannast flestir veiðimenn við Snævarr Örn Georgsson. Ef ekki í eigin persónu þá af samfélagsmiðlum þar sem hann kemur yfirleitt með skélegg og málefnaleg svör inní það svarthol neikvæðni og sleggjudóma sem umræður af því tagi vilja oft verða. Snævarr er í grunninn mikill náttúru spekúlant og verkfræðingur og hefur náð að tengja það tvennt í starfi sínu. Við fórum yfir gerð smærri rafstöðva í veiðiám og áhrif þeirra á lífríkið, merkingar verkefni hans á urriða í lítil á sem rennur í gegnum landareign fjölskyldu hans, Jöklu og auðvitað miklu fleira. Ljóst að okkar maður er mikill pælari og naut ég þess að ausa aðeins úr hans viskubrunni. Vonandi gerið þið slíkt hið sama.