#40 Jóhannes Hinriksson

Hylurinn Hlaðvarp - A podcast by Hylurinn Hlaðvarp

Viðmælandi okkar í þessari viku er Jóhannes Hinriksson. Okkur þótti við hæfi að heyra í honum í tilefni þess að hann stendur á ákveðnum krossgötum í sínu veiðilífi. Síðan 1997 hefur hann á hverju sumri dvalist langdvölum á bökkum Rangána við leiðsögn og síðastliðin 8 ár séð um rekstur þeirrar ytri fyrir Norskan leigutaka árinnar. Ég þekkti ekki Jóhannes nema af góðri afspurn fyrir þetta spjall okkar og verð ég að segja að þessi fyrstu viðkynni okkar voru mjög ánægjuleg. Rangárnar hafa ekki mikið orðið á leið minni og því gott að fá svör við öllum mínum spurningum. Við köfuðum ofaní veiðina, seiða framleiðslu, trúarbrögðum við sleppingu seiðana, útboðsmál og margt fleira sem að við kemur Rangánum, sem eru um margt sérstakar. Vonandi fáið þið hlustendur einhver svör við ykkar spurningum auk þess sem við komum víðar við. Njótið ! Við strákarnir í Hylnum stöndum á þeim tímamótum að þetta er fertugasti þátturinn i þessari dagskrárgerð okkar 🥳 Ég persónulega fagna auk þess því að þetta er áttugasti hlaðvarpsþátturinn sem ég kem að um fluguveiði. Fyrst undir merkjum Flugucastsins en nú Hylsins. Ef að þú villt leggja okkur lið í þessari dagskrárgerð langar mér að benda á Patreon síðu Hylsins. Þar er að finna slatta af fluguveiði tengdri afþreyingu sem að alltaf bætist í vikulega. Patreon.com/Hylurinn