#42 Styrmir Gauti Fjeldsted, formaður Fluguveiðifélags Suðurnesja

Hylurinn Hlaðvarp - A podcast by Hylurinn Hlaðvarp

Það vakti athygli á dögunum að tilkynnt var um nýtt fluguveiðifélag á Suðurnesjum. Okkur fannst við hæfi að hóa í Styrmi Gauta, formann félagsins, og forvitnast um tilurð þessa nýja félags sem hefur fengið frábærar viðtökur. Greinilegt að tími er til kominn á ferskt blóð í félagsstarf veiðimanna á Suðurnesjum. SVFK er fyrir löngu orðið að hugmyndafræðilegu eylandi í veiðiheiminum á Íslandi og fögnum við þessari kærkomnu viðbót. Við fórum þó mun víðar og fengum að kynnast Styrmi sem veiðimanni auk þess sem að hann sagði okkur ítarlega frá silungsveiði í Soginu sem hann stundar grimmt. Til hamingju með nýja félagið Suðurnesjamenn. Njótið !