#48 Valgarður Ragnarsson

Hylurinn Hlaðvarp - A podcast by Hylurinn Hlaðvarp

Þessa vikuna mætti stórveiðimaðurinn Valgarður Ragnarsson í Hylinn. Markmiðið þessu sinni ekki að fara yfir bernskubrek með veiðistöng í Skagafirði eða ræða ágæti veiða/sleppa. Fórum yfir það í Flugucastinu með Valla um árið.  Þetta skiptið fengum við að pumpa okkar mann um allt sem við kemur laxveiði. Það eru fáir sem náð hafa viðlíka færni og Valli í þeirri (oft á tíðum ærandi) íþrótt. Flugur, taumar, kasthorn, stangir, hjól, stripp við snertum á þessu öllu og miklu fleiru. Það hefur reynst undirrituðum vel síðastliðin 20 ár að hlusta vel þegar að Valli segir manni til í veiði. Vonandi gagnast það þér kæri áhorfandi/hlustandi.  Hylurinn er í boði: -Víking Classic Léttöl -Loop Merch, Loopmerch.is -Skeljungs, Skeljungur.is -Veiðiflugur, Veidiflugur.is