#49 Jóhannes Sturlaugsson

Hylurinn Hlaðvarp - A podcast by Hylurinn Hlaðvarp

Flestir sem komið hafa til Egilsstaða að sumarlagi kannast vel við þá sjón að fólk í sundfötum sé að steypa sér fram af brú hinnar gintæru og sjáanlega líf litlu Eyvindarár. En gæti verið að þverár Lagarfljóts séu næstu laxveiði perlur okkar Íslendinga ? Jóhannes Sturlaugsson þekkja flestir veiðimenn fyrir merkilegar rannsóknir sínar á urriðanum í Þingvallavatni. Það er þó langt frá þvi að vera það eina sem þessi ástríðufulli vísindamaður er með puttana í. Við ræddum landnám laxins í þverám Lagarfljóts, samband murtu og urriða í Þingvallavatni, vöktun lítilla laxastofna á eldis svæðum á Vestfjörðum, rannsóknir á laxi í hafi, Elliðaár, erfðablöndun og þær kenningar að ofsetning sökum veiða og sleppa sé stóra vandamálið í laxveiðiánum. Jóhannes er þrotlaus uppspretta þekkingar um þessa fiska sem að við elskum að eltast við með stöng og öngul. Njótið ! -Viljum benda á að nú er ekki aðeins hægt að hlusta á Hylinn á Spotify heldur einnig horfa á í myndbands formi. Sem fyrr birtist þátturinn þó einnig á YouTube. Hylurinn er í boði: -Víking Classic Léttöl -Loop Merch, Loopmerch.is -Skeljungs, Skeljungur.is -Veiðiflugur, Veidiflugur.is