#5 Sindri Hlíðar Jónsson

Hylurinn Hlaðvarp - A podcast by Hylurinn Hlaðvarp

Gleðilegt nýtt ár kæru hlustendur. Við höldum áfram á fullum krafti 2021 auk þess sem að áætlað er að bæta frekar í en hitt. Til dæmis ber þar að nefna Veiði Pub Quiz sem að Hylurinn stendur fyrir, í gegnum netið, miðvikudaginn 13. janúar. Takið kvöldið frá og setjið 2-3 bjóra í kælinn því að við lofum góðri skemmtun og frábærum vinningum ! Ekki bara fyrir þá sem vita allt og enda í efstu sætum heldur verða allskonar auka og skammar vinningar í boði.   Stór vinir okkar í Veiðifélaginu standa sem fyrr þétt við bakið á okkur og erum við þeim mjög þakklátir. Kíkið við í Nóatún 17 og náið ykkur í eitthvað sexy veiðidót. https://veidifelagid.is/ Bílasala Reykjaness er einnig með okkur í liði og mælum við að sjálfsögðu með því að hlustendur heyri í þeim félögum áður en þið kaupið eða seljið bíl næst. Er næsti veiðibíllinn á planinu hjá þeim ? Heyrðu í Bjarka og taktu stöðuna. https://www.facebook.com/bilasalareykjaness/   Í þessari viku mætti Sindri Hlíðar Jónsson í Hylinn og fór með mér yfir sína sögu. Vatnaveiðiperri sem að gerði áhugamálið að fullri atvinnu. Sindri rekur í dag ásamt Kristjáni veiðiþjónustuna Fish Partner sem að hefur heldur betur vaxið og dafnað og orðið stór leikmaður á veiðileyfa markaði á tiltölulega stuttum tíma. Sindri er skemmtilegur maður og runnu fyndnar sögur uppúr honum í bland við fróðleik. Njótið !  Hljóðbrot eftir: Sindra Snær Harðarson  Instagram --- https://www.instagram.com/hylurinn_hl...  Facebook hópurinn okkar --https://www.facebook.com/groups/399717388108132