#53 Maros (JungleInDaTrout)

Hylurinn Hlaðvarp - A podcast by Hylurinn Hlaðvarp

Maros byrjaði ungur að veiða á sínum heimahögum í Slóvakíu og endaði svo fyrir einskæra tilviljun á Íslandi. Maður áttar sig strax á því þegar maður spjallar við manninn að hérna er á ferðinni þaulvanur veiðimaður sem náð hefur mikilli færni í íþróttinni. Í dag býr Maros á Kirkjubæjarklaustri og hefur gerst víðreistur á bökkum Skaftár og raunar báðum Skaftafellssýslunum eins og þær leggja sig í leit sinni að sjóbirting. Við fengum hann til að segja okkur frá viðkynnum sínum af þessum steingráu draugum jökulvatnsins, veiðinni í Slóvakíu, keppnis veiði og mörgu fleiru. Njótið ! Hylurinn er í boði: -Víking Classic Léttöl -Loop Merch, Loopmerch.is -Veiðiflugur, Veidiflugur.is