#6 Guðmundur Atli Ásgeirsson

Hylurinn Hlaðvarp - A podcast by Hylurinn Hlaðvarp

Í þessari vikunnar mætti Guðmundur Atli Ásgeirsson í Hylinn og blaðraði við mig um hitt og þetta. Á meðal þess er blekþrykk fiska, Gula straumflugan, Laxárdalurinn, smá skrall,  fyrirsætustörf, Rangá, Affall og svo miklu miklu fleira. Ég naut þess í botn að spjalla við Gumma og vona að þú gerir það líka kæri hlustandi. Smá skellur fyrir unnendur góðra veiðibúða því að Veiðifélagið er lokað í janúar. Það kemur þó til að góðu og eru þeir félagar upp fyrir haus að stækka búðina og verður hún opnuð stærri og glæsilegri í febrúar. Þangað til er um að gera að rúnta á planinu hjá Bílasölu Reykjaness og finna veiðibílinn fyrir sumarið. Miklir veiðiáhuga menn þessir meistarar sem þar starfa og erum hið þeim þakklátir fyrir stuðninginn. Ef þú ert að hlusta á þetta miðvikudaginn 13. janúar þá langar mig að hvetja þig til að taka þátt í veiði pubquiz Hylsins í kvöld 20:30. Sára einfalt að taka þátt en þú finnur viðburðinn inná Pardus.is