#8 Ívar Örn Hauksson (Ívar's Fly Workshop)

Hylurinn Hlaðvarp - A podcast by Hylurinn Hlaðvarp

Í þessari viku mætti Ívar Örn Hauksson í Hylinn. Ívar er Vestfirðingur með mikla reynslu af vatnaveiði og Fluguhnýtingum. Ferðuðumst við víða um sléttuna og snertum til dæmis á Flugusmiðjunni, Jóni Sigurðssyni heitnum, Febrúarflugum, Sauðlauksdal, Hraunsfirði sem og stóra málefni Vestfirðinga, laxeldi. Áhugavert að fá sjónarhorn heimamanns sem einnig er forfallið náttúrubarn. Njótið ! Hylurinn er í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17. Doddi og Gunni standa sveittir í því að stækka búðina og er hún því lokuð út janúar. Snillingarnir í American Bar hlupu undir með okkur og fengum við lánaða aðstöðu hjá þeim til að taka upp þátt vikunnar. Vonandi fá þeir að opna sem fyrst enda einfaldlega besti bar landsins. Bílasala Reykjaness er sem fyrr með okkur og erum við þeim mjög þakklátir fyrir stuðninginn. Gaman að segja frá því að gestur vikunnar keypti einmitt sinn síðasta bíl hjá þeim meisturum. Svo að lokum er það mér sönn ánægja að kynna nýja samstarfsaðila Hylsins, Jack and Jones og Selected búðirnar í Kringlunni og Smáralind. Um að gera að dressa sig vel upp fyrir þessi örfáu tilfelli þegar maður er ekki í vöðlunum.