#9 Hrafn H. Hauksson & Jóhann Freyr Guðmundsson

Hylurinn Hlaðvarp - A podcast by Hylurinn Hlaðvarp

Í þessari viku mættu Hrafn H Hauksson og Jóhann Freyr Guðmundsson í Hylinn. Hrafn og Jói eru miklir silungaperrar og mættu þeir í Dýflísuna hans Birkis og spjölluðu við okkur um silungsveiði. Brunná, Minnivallalækur, Laxá, taumar, flugur og ég veit ekki hvað og hvað. Einnig komum við inná námskeið sem við félagarnir ætlum að halda í vor. Áherslan þar er að fara yfir helstu atriði er snúa að silungsveiðum andstreymis. Miklir snillingar þessir drengir og vona að þið njótið. Hylurinn er í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17. Doddi og Gunni standa sveittir í því að stækka búðina og er hún því lokuð um sinn. Eins og í öllum stór framkvæmdum þá drógust þær aðeins á langinn og stefnt á opnun á stærri og glæsilegri búð um miðjan febrúar. Bílasala Reykjaness er sem fyrr með okkur og erum við þeim mjög þakklátir fyrir stuðninginn. Fylgið þeim endilega á facebook þar sem þeir eru duglegir að henda inn bestu bitunum. Jack and Jones og Selected búðirnar í Kringlunni og Smáralind standa með okkur og sjá til þess að við séum sæmilega til fara. Svona fyrir þessar fáu stundir sem maður fer úr vöðlunum.