Kjaramál, Aspir við vegi, njósnir í nútímahernaði, portúgalskur popúlismi, svifryk í borginni og tæknihornið.

Morgunútvarpið - A podcast by RÚV

Við höldum áfram að ræða kjaramálin hér í upphafi þáttar þegar Róbert Farestsveit, aðalhagfræðingur ASÍ, var gestur okkar. Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, var gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta. Við ræddum deilur um þá ákvörðun Árborgar að fella aspir á Austurveginum og skort á gróðri við íslenskar götur. Við spjölluðum við Erling Erlingsson hernaðarsagnfræðingur um njósnir í nútímahernaði. Við rýndum í niðurstöður í portúgölsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina með Eiríki Bergmanni, prófessor í stjórnmálafræði. Hægri flokkarnir eru sigurvegarar kosninganna en erfitt gæti verið að mynda ríkisstjórn. Árstími svifryksins er runninn upp. Í gær var leikskólabörnum í borginni haldið inni þrátt fyrir dásamlegt veður, vegna slæmra loftgæða. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun leit við hjá okkur í spjall um málið. Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, var gestur okkar í lok þáttar. Tónlist: GDRN - Ævilangt. THE DOORS - People are strange. ARCTIC MONKEYS - Fluorescent Adolescent. HJALTALÍN - The Trees Don't Like The Smoke. Logi Pedro Stefánsson - Englar alheimsins. HJÁLMAR - Og Ég Vil Fá Mér Kærustu. Gilberto, Astrud, Getz, Stan - The girl from Ipanema. Womack, Bobby - Across 110th street. THE STROKES - Someday.