Talað með hreim á RÚV, stærðfræðitölvuleikur, málfar og plastáskorun

Íslenskukennsla, tungumálið okkar og útlendingar, er mikið til umræðu þessa dagana, og við ætlum að ræða við tvær manneskjur sem heyrist reglulega í hér á RÚV, þau tala íslensku með erlendum hreim - annar les veðurfréttir reglulega og hin er fréttakona á Fréttastofunni - hvernig hefur þeim verið tekið, er áskorun að tala íslensku í vinnu sem krefst þess að þau geri það opinberlega og finna þau að það sé mikilvægt að raddir eins og þeirra heyrist? Við ætlum að forvitnast um íslenskt sprotafyrirtæki sem hefur þróað nýjar leiðir til að kenna grunnskólabörnum stærðfræði meðal annars með aðstoð tölvuleiks. Mathieu Skúlason framkvæmdastjóri Evolytes segir okkur allt um málið. Málfarsmínúta er svo á sínum stað og svo kemur fjölskyldan sem er í átakinu plastlaus september til okkar og segir okkur frá því hvernig hefur gengið í síðustu viku

Om Podcasten

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.