Iceland vs Ísland, aðþjóðleg fuglaverndarráðstefna og pistill

Íslenska ríkið hefur árum saman átt í deilum og málaferlum vegna notkunar breskrar verslanakeðju á heitinu Iceland. Ísland hafði betur eftir að hafa stefnt versluninni en Iceland foods áfrýjaði og munnlegur málflutningur fór fram fyrr í þessum mánuði. Þetta er um margt mjög undarlegt mál og sérstakt. Ásdís Magnúsdóttir lögmaður flutti málið fyrir hönd landsins Íslands. Við ræðum við hana. Hólmfríði Arnardóttur framkvæmdastjóri Fuglaverndar kemur í spjall, hún er nýkomin af aðalfundi Alþjóðlegu fuglaverndunarsamtakanna, sem fögnuðu þar 100 ára afmæli. Við ætlum að forvitnast um hvað er helst að frétta af heilsu og líðan fugla út um allan heim, hvernig verndunarverkefni hafa gengið og hvaða tegundir eiga undir högg að sækja og afhverju. Íslendingar bera ábrygð á mörgum tegundum - erum við að standa okkur? Páll Líndal umhverfissálfræðingur með pistil

Om Podcasten

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.