Blóðferlar og DNA í sakamálum, umferðarslys, málfar og hreyfingarpilla

Rætt við Ragnar Jónsson blóðferlasérfræðing en hann ásamt Björgvini Sigurðssyni DNA sérfræðingi og félaga sinum hjá tæknideild lögreglunnar er höfundur greinar í einu þekktasta fræðibókaflokki meinafræðinnar. Þar segja þeir frá rannsókn á manndrápi við Hringbraut í Reykjavík árið 2007 þar sem blóðsummerki voru slík að hægt var að lesa í atburðarásina - og að lokum upplýsa málið. Í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi var fjallað um mjög alvarlegt bílslys sem varð á brúnni yfir Núpsvötn fyrir nokkrum árum. Tvær konur og lítil stúlka létust í þessu slysi. Aðrir farþegar í bílnum slösuðust alvarlega. Við ætlum að ræða við höfund bókarinnar Harður skellur, sem fjallar um margvísleg áhrif alvarlegra umferðarslysa; Svanhvíti Vatnsdal Jóhannsdóttur. Hún hefur sjálf lent í tveimur alvarlegum slysum. Málfarsmínúta Visindaspjall með Eddu Olgudóttur, hún segir frá hreyfingu í pillu.

Om Podcasten

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.