Fjölmenning og útfararsiðir, hönnun í sýndarveruleika, vísindaspjall

Samfélagið - A podcast by RÚV

Aukin fjölmenning á Íslandi hefur leitt til breytinga á starfi útfararstjóra sem þurfa að laga sig að siðum og venjum ýmissa trúfélaga. Nýlega hélt samráðsvettvangur trúar- og lífsskoðunarfélaga ráðstefnu þar sem fjallað var um útfararsiði. Rúnar Geirmundsson er með þrjátíu ára reynslu í faginu, við heimsækjum útfararstofu hans og ræðum breytta tíma. Við ætlum að setja upp sýndarveruleikagleraugu á eftir og kynna okkur nýjan hugbúnað sem er kallaður Arkio. Með honum er hægt að hanna allskyns rými og umhverfi eins og maður sé í raun hluti af hönnuninni. Hilmar Gunnarsson stofnandi og forstjóri Arkio segir okkur frá þessu og leiðir okkur inni í sýndarveruleikann. VIð heyrum málfarsmínútu. Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall í lok þáttar.