Menn og örverur,

Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum og Áki Guðni Karlsson, verkefnisstjóri og doktorsnemi í þjóðfræði: Hvernig er samskiptum manna og örvera háttað? Í aðra röndina erum við að þrífa og spritta og sótthreinsa allt i kring um okkur, gerilsneyða matvæli og geyma í kæli - en í hina erum við á fullu að dekstra við súr fyrir súrdeigsbrauðið, búa til súrkál og kimchi og kombucha, erum í moltugerð og tökum endalaus bætiefni fyrir þarmaflóruna. Hvað eru örverur fyrir okkur? Það er rannsóknarefni sem þverfaglegur hópur úr ólíkum deildum háskólans hefur tekið að sér að kanna - og við ætlum að forvitnast um það verkefni. Þrátt fyrir illdeilur, viðskiptaþvinganir, hótanir og átök tekst Bandaríkjunum og Rússlandi að halda friðinn í geimnum. Þrír geimfarar, tveir Rússar og einn Bandaríkjamaður héldu af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í gær þar sem þeir munu vinna saman, ásamt öðrum sem þar eru , næstu mánuði. Sævar Helgi Bragason ætlar að ræða við okkur um þessi mál á eftir. Finnur Ricart Andrason, loftlagsfulltrúi hjá ungum umhverfissinnum með loftlagspistil þar sem hann rýnir í hvernig stjórnvöldum er að mistakast hrapalega að framfylgja sínum eigin markmiðum í loftlagsmálum.

Om Podcasten

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.